Ert þú búin(n) að ákveða hvaða kex þú ætlar að taka með í ferðalagið? Það er getur verið erfitt. Auðvitað skiptir engu máli hvaða kex á að maula í bílnum. Svarið er ekkert, enda fer mylsnan út um allt. Þegar á áfangastað er komið skiptir öllu máli að vera með rétta kexið. 

Ef sumarfríið krefst þess að ekið sé um langan veg, segjum norður í land, þá er mikilvægt að stoppa bílinn öðru hverju, hleypa krökkunum út, leyfa þeim að pústa svolítið og hlaupa um. Svo er gott að enda stoppið á því að bjóða upp á svolítið nesti áður en ferðinni er haldið áfram. Þá er gott að eiga kexpakka frá Frón til að opna. Við mælum með gamla góða Kremkexinu. Það fellur að smekk flestra og hefur þann kost að það eru minni líkur á að litlir puttar verði útbíaðir í kremi þegar klifra á aftur upp í bílinn.

Ef farið er norður frá Reykjavík er tilvalið að stoppa í Norðurárdalnum, finna rósemdina koma yfir sig og hlusta á fuglasönginn við Norðurá. Þarna er tilvalið að ná í nestisboxið úr bílnum og kaffibrúsann, hella djús í glas fyrir börnin og kaffi í krús. Ef þið hafið munað eftir því að kaupa Kremkexið frá Frón er tilvalið að dýfa því í glasið og krúsina og væta aðeins í kexinu áður en þið bítið í það. Vanillubragðið af kreminu verður algjört sælgæti!

Þegar allir hafa fengið nægju sína er tilvalið að pakka öllu inn í bíl á nýjan leik og bruna af stað. Á leiðinni finnst krökkum gaman að heyra sögur. Þið getið til dæmis sagt þeim stutta sögu af kremkexinu frá Frón.

Rótgróið kex

Kremkexið frá Frón er eitt af rótgrónustu kexum íslensku þjóðarinnar og fyrir löngu búið að stimpla sig inn í þjóðarvitundina. Þótt það sé ekki jafn gamalt og Mjólkur- og matarkexin okkar þá hefur kremkexið fylgt þjóðinni um árabil. 

Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík stóð fyrir Iðnsýningu sem haldin var í barnaskólanum við Fríkirkjuveg í Reykjavík í júní árið 1932. Þetta var fjórða iðnsýningin sem haldin hafði verið frá árinu 1882. 

Sýnendur voru um hundrað. Í mjög skemmtilegri umfjöllun í tímaritinu Fálkanum var sagt frá uppruna kexframleiðslu á Íslandi. Þar sagði að framleiðsla á „biscuits“ hafi ekki verið reynd hér á landi fyrr en með stofnun kexverksmiðjunnar Frón sem tók til starfa í þröngu húsnæði við Laufásveg árið 1927. 

Þegar þetta var störfuðu 17 manns hjá kexverksmiðjunni Frón, flest stúlkur, undir stjórn Ágústs Jóhannessonar bakara. Fyrirtækið framleiddi á þessum tíma um 20 tegundir af alls konar kaffibrauði, auk matarkex og kremkex. „Einstaklega ljúffengar vörur, sem þola fyllilega samkeppni við samskonar vörur erlendar, bæði hvað verð og gæði snertir,“ eins og sagði í Fálkanum.

Sagan mauluð

Kremkexið frá Frón hefur lengi tengist landsmönnum órjúfanlegum böndum, bæði sem gott á borðum og sem liður í merkri iðnsögu þjóðarinnar. 

Munið eftir kremkexinu og sögubókunum áður en þið farið í sumarfríið. Það getur alltaf komið sér vel að geta rifjað upp sögulegan fróðleik í ferðalaginu.

Deila |