Café Noir kexið frá Frón hefur í gegnum tíðina verið gríðarlega vinsælt, og skyldi engan undra. Stökkt, dökkt kexið og sætt mjólkursúkkulaðið passa ótrúlega vel saman. Það eru ekki mörg tilvik þar sem fólk fær sér kex þar sem Café Noir hentar ekki, hvort sem það er í útilegunni, í sumarbústaðnum eða í gönguferðinni.

Café Noir er franska og þýðir „svart kaffi“. Það skyldi því engan undra að þessar nettu kexkökur smellpassi með kaffibollanum. Það jafnast fátt við að tylla sér á þúfu í miðri gönguferð í íslenskri náttúru, hella kaffi úr hitabrúsa í bollann og opna pakka af Café Noir. Svo er pakkinn líka nettur og passar vel í bakpokann. Vertu vinsælasti göngufélaginn og bjóddu upp á gómsætar kexkökur þegar gönguhópurinn þinn hvílir lúin bein.

Þetta vinsæla kex mun þó ekki vera upprunnið í Frakklandi. Hollenska fyrirtækið Verkade vill í það minnsta eigna sér uppskriftina að þessu gómsæta kexi. Í ljósi þess að þeir hafa starfað í nærri 130 ár og sérhæfðu sig upphaflega í te og kaffi er það ef til vill ekki svo ótrúlegt.

Þess vegna er hægt að segja að það sé bragð af meginlandi Evrópu í hverjum pakka af Café Noir kexi sem framleiddur er hjá okkur í Frón. Þeir sem ekki fara með pakka með sér í gönguferðir geta prófað að setjast út á svalir eða í stofuna, fá sér kaffibolla eða mjólkurglas, og njóta þess að bíta í stökka og sæta kexkökuna. Það má hreinlega ímynda sér að maður sitji á kaffihúsi á bökkum Signu í París.  Allt í einu skjótist skytturnar þrjár í fullum klæðum framhjá eða franska leikkonan Audrey Tautou komi til þín á hjóli með brauð í körfu.

Mundu eftir að skella pakka eða tveimur af Café Noir súkkulaðikexinu frá Frón í innkaupakerruna þegar þú kaupir í matinn. Hvort sem ferðinni er heitið í tjaldútilegu, gönguferð, sumarbústað eða bara á svalirnar heima þá á Café Noir vel við.

Deila |