Fátt er íslenskara en Matarkexið frá Frón. Nema kannski það að ferðast um hálendi Íslands með allt sem til þarf í ferðina í bakpoka. Þegar búið er að tjalda og fara úr gönguskónum fjarri mannabyggðum er fátt betra en að teygja sig í pakka af Matarkexi og búa sig undir næsta dag.

Nú er tími gönguferðanna um Ísland runninn upp. Ferðafélögin bjóða mörg hver upp á skipulagðar gönguferðir á fjöll eða á aðra fjarlæga staði á borð við mannlausar víkur sem hafa lagst í eyði. Það skiptir í raun engu hvert farið er eða með hverjum ef markmiðið er holl hreyfing og útivera. 

Sumum finnst reyndar best að nota sumarið til að gefa þægindunum frí, kveðja nútímann, reima á sig gönguskóna og ganga hvert á land sem er með tjald, svefnpoka og mat í bakpokanum. 

Það skiptir engu hvort áfangastaðurinn er mannlaus fjörður á Vestfjörðum, hálendisganga í Lónsöræfum eða við Snæfell . Mataræðið og næringin í gönguferðunum skiptir þó miklu máli.

Ef markmiðið er að ganga með allt á bakinu þá skiptir máli að hafa allt innihald bakpokans í léttari kantinum og neyta ýmiss konar þurrmatar. 

Fáðu þér feitt á kvöldin

Á vef Útivistar segir að á morgnanna er gott að neyta kolvetnisríks matar á borð við gróft korn og ávexti auk próteinríkrar fæðu úr kjöti, fiski, eggjum og mjólkurvörum. Í hádeginu er gott að borða flatbrauð eða gróft brauð með kæfu eða osti en á kvöldin fituríka fæðu því þá hefur líkaminn nægan tíma til að melta fæðuna. Eftir kvöldmat er svo gott að hita vatn í kakó eða kaffi og borða kex eða súkkulaði með því.

Matarkexið í náttúrunni 

Sjáðu nú aðstæðurnar fyrir þér. Þú er fyrir utan tjaldið þitt, strýkur þreytta fætur eftir göngu dagsins. Þú finnur hlýjan sumarvind strjúka þér um kinn. Vindurinn blæs lyktinni af kvöldverðinum á brott. 

Á gasinu sýður vatnið. Þú slekkur undir og hellir heitu vatninu í bolla. Bætir kaffi eða kakói út í vatnið. Hrærir.

Leggðu svo við hlustir. Eina hljóðið sem þú heyrir þarna á fjöllum er smellurinn þegar þú brýtur Matarkexköku í tvo hluta. Þú dýfur öðrum bitanum í drykkinn. Hlustar svo á þögnina. 

Mundu eftir Matarkexinu þegar þú ferð í gönguferð með allt á bakinu. Matarkexið hefur fylgt þjóðinni í næstum hundrað ár. Það fer líka með þér á fjöll.

Deila |