Sumarið hefur látið bíða dálítið eftir sér þetta árið. Þegar það gerist er nauðsynlegt að grípa til hjálpartækja til að koma sumarstemningu í sálina. Þegar bitið er í Kósýkex með kókos flýgur hugurinn umsvifalaust yfir fjöll og firnindi, yfir hafið bláa og til landa þar sem hlýr andvari strýkur fólki ljúflega um vanga. 

Kókoshneta er næringarríkt aldin kókospálma sem vex víða í heitari löndum. Kókoshnetan er afar stór hneta með harðri skurn. 

Kókoshnetan er rík af trefjum, vítamínum og steinefnum. Talið er að kókoshnetur geti styrkt ónæmiskerfi neytenda, dregið úr sveppasýkingum, stutt við heilbrigði hárs og dregið úr húðþurrki. Til viðbótar er kókoshnetan mjög fitulítil og glútenlaus og getur komið í stað mjólkurvara. 

Auk þess sem kókoshnetur og kókos hafa góð áhrif á líkama fólks bæði að innan og utan þá er kókos góður í matseld en kókosolía hentar mjög vel í hráfæði, búst-drykki og bakstur. 

Kókos og afurðir kókoshneta koma í ýmsum myndum. Fólk getur keypt kókosvatn í fernum og kókosmjólk í dósum, kókosflögur fast í pokum og kókoshveitið og mjölið líka. 

Kósýkexið frá Frón með kókos hefur slegið í gegn hjá landsmönnum. Það er eðlilegt að það hafi verið sérstaklega vinsælt í vetur enda fylgir það kókosbragðinu að fá mynd upp í huganum af pálmatrjám og sandi á heitri strönd. 

Ef ekki rætist úr sumrinu er tilvalið að fá sér Kósýkex með kókos og upplifa sumarið í hverjum bita. Nældu þér í Kósýkex í næstu verslun. 

Deila |