Margir þekkja samlíkinguna á því að vera ferkantaður í hugsun og samskiptum og andstæðu þess, að hugsa út fyrir kassann. Það er ekki á færi allra að standa í báðum boxum. Sá ferkantaði býr nefnilega yfir ákveðnum hæfileika sem hinn hefur ekki – og öfugt. Það sama má segja um matarkexið og mjólkurkexið frá Frón. 

Þeir hafa stundum fengið á sig neikvæða stimpilinn sem eru sagðir ferkantaðir í hugsun. Þeir vilja hafa hlutina í föstum skorðum og ekki skapandi í hugsun. 

Það er þessi stefnufesta sem líklega skilar því að ferkantað fólk þykir nákvæmt og einkar vandvirkt. Það skrifast á reglufestuna og skipulagið. 

Allt öðru máli gegnir um andstæðuna, þá sem sagðir eru hugsa út fyrir boxið, búa yfir ríku ímyndunarafli og þykja skapandi í hugsun

Skapandi hugsun og lesblinda

Lesblinduráðgjafinn Kolbeinn Sigurjónsson hefur tengt saman skapandi hugsunina sem sögð er eiga sér stað í hægra heilahvelinu og lesblindu. Hann skrifar:

„Það er stundum sagt að lesblindir séu „hægra heilahvels fólk” í „vinstra heilahvels heimi“.  Þetta útskýrir að hluta erfiðleika lesblindra nemenda við að læra dagana, mánuðina, margföldunartöfluna o.s.frv….

Draumóramenn hafa aldrei átt auðvelt uppdráttar og þrátt fyrir marga kosti skólakerfisins verður að segjast eins og er að skapandi greinar (hægra heilahvelið) mega sín lítils gagnvart vinstra heilahvels greinum, s.s. stærðfræði, stafsetningu og ritun, að bíða í röð, fylgjast með og hlusta osfrv. … Í skóla er lítið rými fyrir skapandi hugsun. Við fáum sjaldnast einkunn fyrir að fara okkar eigin leiðir og sýna hvatvísi. Enda hafa margir skapandi snillingar vikið snemma úr námi, gefist upp eða verið vísað frá.“

Ferkantaður hringur

Þeir sem hafa borðað kexið frá Frón þekkja vel þau form sem notuð eru í líkingamáli um gáfur. Eins og allir vita er Mjólkurkexið ferkantað og því erfitt að dýfa því í hringlaga glas og bolla. Eina leiðin er að brjóta kexið. 

Þótt Matarkexið er hringlaga þá gegnir sama máli um það og Mjólkurkexið. Það þarf að brjóta til að dýfa því í drykkjarílátið.

Þótt formin á kexinu sé ólíkt þá eiga þau eitt sameiginlegt. Þau eru nefnilega bæði jafn gómsæt þegar búið er að brjóta þau í tvennt og dýfa í annað hvort mjólk eða kaffi. 

Hugsaðu út fyrir boxið og fáðu þér Mjólkurkex og Matarkex frá Frón í sumar.

 

Deila |