Sumar er handa við hornið. Uppstigningardagur slær taktinn fyrir hækkandi sól. Daginn ber alltaf upp á fimmtudag. Margar fjölskyldur lengja helgina, foreldrarnir taka sér frí frá vinnu á föstudeginum og krakkarnir úr skólanum og fara þau síðan öll út úr bænum.  

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunum og líka einn af 15 lögbundnum frídögum hins vinnandi manns á almanaksárinu. Daginn ber alltaf 40 dögum eftir páska og er hann einn af þeim svokölluðu hræranlegu kristilegu hátíðisdögunum, þeim dögum sem færast til á almanakinu.

Uppstigningardag getur því borið upp frá 30. apríl til 4. júní ár hvert. Páskadag bar upp 5. apríl síðastliðinn og er því uppstigningadagur í samræmi við það 14. maí. Á næsta ári ber páskadag upp 27. mars og færist uppstigningardagur í samræmi við það fram til 5. maí.

Á uppstigningardag er þess minnst þegar Jesú reis upp frá dauðum þremur dögum eftir krossfestinguna. Hann birtist lærisveinum sínum nokkrum sinnum, sagði þeim að breiða út fagnaðarerindið og steig síðan upp til himna til að sitja við hægri hönd Guðs. 

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að elstu heimildirnar um uppstigningardag séu frá síðari hluta 4. aldar og hafi hann verið einn mesti hátíðisdagur hér og á hinum Norðurlöndunum allt frá árinu 1200. Uppstigningardagurinn er jafnframt einn fárra helgidaga kirkjunnar sem ekki voru afnumdir við siðaskiptin árið 1550.

Gera má ráð fyrir að eitthvað af fjölskyldum verði á flakki um helgina. Aðrir bíði hins vegar eftir Hvítasunnuhelginni, sem jafnan er fyrsta stóra ferðahelgi ársins og markar upphaf ferðasumarsins. 

Sama hvert farið er og hvenær þá þarf að huga að því hvað á að narta í á ferðalaginu. Við mælum með súkkulaðikexinu Maríu á uppstigningardag. Enda er það svo við hæfi. Kexkökurnar eru þunnar og stökkar með dökkum súkkulaðihjúp sem bráðnar í hverjum bita.

Nældu þér í pakka af súkkulaði Maríu þegar þú kaupir inn fyrir helgina eða ferðalagið í sumar. 

Deila |