Margir eru farnir að plana gönguferðir sumarsins og nær skipulag sumra langt inn í haustið. Nestið á gönguferðunum er jafn mikilvægt og góðir skór og annað útbúnaður í ferðalagið. 

Fjölmargar gönguferðir jafnt yfir fjöll sem um flatlendi eru í boði í sumar. Hægt er velja úr fjölda ferða með hinum ýmsu hópum, bæði staðbundnum ferðahópum á borð við Ferðafélag Árnesinga, Ferðafélagi Fjarðamanna og Ísfirðinga eða Gönguklúbbinum Veseni og vergangi og Ferðafélag barnanna

Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 á vegum Ferðafélags Íslands. Höfuðmarkmið félagsins er eins og nafnið gefur til kynna að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru Íslands. Ferðirnar eru farnar á forsendum barna og ungmenna og sniðnar að þörfum smáfólksins. 

Leiðindum fullorðna fólksins er gefið frí í ferðum Ferðafélags barnanna enda er þar leyfilegt að skríða á maganum, vera berfættur, pissa úti, smakka á náttúrunni og verða skítugur.

Á meðal skemmtilegra ferða Ferðafélags barnanna er gönguferð í Búrfellsgjá í Heiðmörk, fuglaskoðun í Grafarvogi, kræklingaferð í Hvalfjörð og svo má lengi telja.

Huga þarf að mörgu fyrir gönguferðina. Nestið og millimálið mjög mikilvægt fyrir litla mallakúta. 

Kornkexið frá Frón er frábær biti í gönguferðina. Kexið er í handhægum umbúðum og fer vel bæði í bakpoka og í hliðarvasa. Þá er mikill kostur að í Kornkexinu er 100% heilkornamjöl sem gerir það einkar heilsusamlegt. 

Kexið er mjög trefjaríkt (10,3 grömm af hverjum 100) og inniheldur þrjár tegundir af fræjum, það er graskersfræ, sólblómafræ og sesamfræ. Sykurmagnið í heilkornakexinu er mun lægra en í öðru kexi. 

Nældu þér í Kornkex með fræjum áður en fjölskyldan leggur upp í næstu ferð. 

 

Deila |