Það er ekki ofsögum sagt að Matarkexið frá Frón kemur við sögu Íslendinga á hverjum degi. Framleiðsla á þessu fyrsta íslenska kexi sem framleitt var hér á landi hófst aðeins þremur árum eftir að farið var í fyrstu kröfugönguna hér á landi á 1. maí þar sem krafist var bættra kjara fyrir íslenskan verkalýð. 

Næstum því 130 áru liðin frá því Frakkar lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks

Tilviljun réð þar ekki ferðinni. Rótgróin hefð var fyrir því í suðurhluta Evrópu að fólk tæki sér frí einmitt á 1. maí. Þetta var eldgamall siður en á Norðurlöndunum markaði dagurinn endalok vetrar og upphaf sumars. 

Kirkjan helgaði meira að segja 1. maí dýrlingnum enska, Valborgu sem gerðist abbadís í Heidenheim í Þýskalandi á 8. öld. Fólk hét á Valborgu til verndar gegn göldrum en sú trú var útbreidd að galdrakonur kæmu saman kvöldið fyrir messudaginn. 

Fyrsta kexið

Fyrsta kröfugangan var gengi hér á landi 1. maí árið 1923. Hann varð hins vegar ekki að lögskipuðum frídegi á Íslandi fyrr en árið 1972, 34 árum eftir að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði hann að frídegi.

Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní árið 1926, þremur árum eftir en fyrsta kröfugangan fór framFyrsta verksmiðja fyrirtækisins var í húsi Betaníu við Laufásveg. Matarkexið frá Frón leit dagsins ljós sama ár. Með tilkomu Matarkexins var stórt skref stigið í iðn- og matvælasögu þjóðarinnar enda var þetta fyrsta íslenska kextegundin sem framleidd var hér á landi. 

Það er upplagt að minnast baráttu verkalýðsins á þessum degi og fá sér Matarkex frá Frón. Tilvalið er að brjóta eina kexköku til helminga og dýfa þeim ofan í mjólkurglas. 

Deila |