Margir kannast við Sæmund í sparifötunum. Þetta er kexið frá Frón sem er með hvítu kremi á milli. Kexið er í afar hentugum umbúðum til ferðalaga út í óvissuna nú þegar sumarið er byrjað.

Þótt margir kannist við að hvíta kremkexið sem Sæmund í sparifötunum þá eru færri sem vita hvers vegna kexið er nefnt eftir Sæmundi, eða hver þessi Sæmundur var.

Það er eins með söguna um kremkexið og aðrar góðar sögur að ástæðan fyrir því hvernig það tengist Sæmundi er á reiki. 

Eins og flestir þekkja söguna þá hljóðar hún eitthvað á þessa leið. Sæmundur Elías Ólafsson var forstjóri kexverksmiðjunnar Esju. Þar var framleitt vanillukex og var það nefnt í höfuðið á Sæmundi. Saga þessi er eldgömul. 

Sæmundur fæddist að Vindheimum í Ölfusi í Árnessýslu í apríl árið 1899. Hann stundaði í fyrstu venjuleg sveitastörf en varð síðan sjómaður á róðraskipum, skútum og togurum. Hann tók mikinn þátt í verkalýðsstörfum og var í Alþýðuflokknum. Hann tók við rekstri kexverksmiðjunnar Esju árið 1939. Sæmundur lést 84 ára að aldri í júlí árið 1983. 

Esja sameinaðist Frón í kringum 1970 og færðist heitið á kremkexinu því yfir á Kremkexið frá Frón. Ekki er nú reyndar vitað hvernig á því stóð. En eins og algengt er með góðar sögur þarf ekki að svara ölllu.  

Tvenns konar kex er til sem nefnt er eftir Sæmundi Ólafssyni. Sæmundur í sparifötunum er kremkexið. Sæmundur, án nokkurs viðskeytis, er svo einfaldlega forstjórinn – eða Matarkexið frá Frón.

Það er við hæfi nú þegar sumarið er komið að næla sér í pakka af Sæmundi í sparifötunum fyrir öll ferðalögin sem eru framundan.

Kremkexið frá Frón kemur í tveimur stærðum. Litlu pakkningarnar eru 260 grömm  en þær stóru eru tæplega tvöfalt stærri

Taktu pakka af Sæmundi í sparifötunum með í ferðalagið. Þú sérð ekki eftir því. 

Deila |