Nú virðast jafnvel svartsýnustu veðurfræðingar komnir á þá skoðun að vorið sé komið. Veðurkortin næstu daga sýna sól og rauðar hitatölur og um að gera að njóta þess að fara út í gönguferð í góða veðrinu. Munum eftir nestinu, kexpakkanum og kakóinu eða kaffinu í hitabrúsanum til að ná yl í kroppinn.

Eftir langan vetur er marga farið að klæja í tærnar að komast út að ganga án þess að sökkva í snjóinn í hverju skrefi. Nú ættu jafnvel dýpstu skaflar á láglendi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins að vera horfnir og um að gera að draga fram gönguskóna. Eflaust er þó best að halda sig við stíga þar sem frost er enn að fara úr jörðu og það er lítið gaman að sökkva í drullu og bleytu í hverju skrefi.

Eitt af því sem er algerlega nauðsynlegt í alvöru gönguferðum með fjölskyldunni er að vera með nesti með í för. Þegar áformað er að fara í stutta göngu hentar vel að taka með pakka af uppáhalds kexinu og heitan drykk á brúsa, kaffi, heitt vatn í te eða kakó eftir aldri og smekk.

Það er eitthvað við kókos-bragðið af Póló-kexinu sem passar vel við heita drykki og vorið. Þeir sem ekki vilja súkkulaðikex með í för gætu valið Mjólkurkex eða Mjólkurkex Spelt í nestispakkann. Munið eftir að kaupa kex í nestispakkann í næstu verslunarferð!

Deila |