Makkarónur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið. Þær henta vel til að narta í einar og sér, eru sérlega góðar sem hráefni í bakstur og eftirrétti. Það er líka frábært að búa til samloku úr tveimur makkarónum og dásamlegri fyllingu. Makkarónurnar frá Frón koma víða við sögu.

Makkarónur eru franskar smákökur sem svipar til marengs. Í flestum uppskriftunum eru eggjahvítur, flórsykur, hakkaðar möndlur og sykur. Í sumum er bætt við matarlit til að gera makkarónurnar litskrúðugar.

Makkarónurnar frá Frón eru góðar einar og sér. Þannig fær líka bragðið af möndlunum að njóta sín. En þær henta líka vel sem hráefni í flóknari rétti, til dæmis sem botn á heimagerðum ostakökum.

Fyrir þá sem vilja prófa sig áfram er hér uppskrift að ostaköku með súkkulaðitoppi af vefnum Gott í matinn. Makkarónur henta líka vel sem grunnurinn í sherry-trifli , sem er vinsæll breskur eftirréttur.

Þeir sem vilja virkilega ná því besta út úr makkarónunum ættu að prófa að útbúa eina eða fleiri gerðir af kremi til að setja á milli í yndislegar makkarónusamlokur.

Á vef Vínbúðanna er uppskrift að makkarónum en þar eru einnig uppskriftir af tvennskonar kremi; einföldu súkkulaðikremi og hindberjafyllingu.

Á vefnum Kökudagbókin er einnig uppskrift að einföldu súkkulaði ganache fyrir makkarónur. Einnig er gott að útbúa hefðbundið smjörkrem og bæta við hunangi og heslihnetum með uppskrift sem bandaríska stórstjarnan Martha Stewart mælir með.

Mundu eftir makkarónunum frá Frón í næstu innkaupaferð og passaðu að eiga nóg til að geta prófað mismunandi fyllingar.

Deila |