Kremkexið frá Frón er komið aftur í verslanir.Haustið er komið. Sumarfríið búið. Skólarnir byrjaðir. Og allt í einu er vitlaust að gera. Kapphlaup fjölskyldunnar hefst á morgnana þegar koma þarf öllum á fætur, gefa að borða og smyrja nesti. Svo þarf að koma öllum á sinn stað sem í mörgum tilfellum getur verið tímafrekt og stressandi. En, það er á þessum stundum sem hin smáu verðlaun geta liðkað til á réttu stundunum – við erum auðvitað ekki að tala um mútur heldur örlitla stund með kaffibollanum áður en maður hellir sér út í lífið á ný.

Fyrstu vikurnar eftir að sumarfríi líkur og skólar hefjast á ný geta verið ansi annasamar. Krakkarnir eru spenntir fyrir að fara aftur í skólann og foreldrarnir kunna oft að meta það að komast í rútínuna á ný. En framundan eru oft stressandi dagar með ferðalögum, vinnu, akstri á milli staða og engin er ónæmur fyrir erli dagsins.

Eitt er augljóst í þessari stöðu. Að gera ekkert býður hættunni heim. Það yrði eins og náttúruhamfarir ef nestið gleymdist, handklæðið fyrir sundið og skoðunartíminn á bílnum færi forgörðum.

En í öllu þessu amstri eru það litlu einkastundirnar fyrir sjálfan sig sem skipta mestu máli. Það er að gefa sér tíma til að dýfa kremkexi í kaffibolla, þó ekki nema væri í andartak, og njóta þess að lesa fréttir.

Þeir útsjónarsömu sjá svo auðvitað til þess að allir í fjölskyldunni eigi sínar stundir líka og þannig næst að slaka aðeins á spennunni og fyrr en varir er búið að ná tökum á skólastressinu og allt fellur á sinn rétta stað.

Deila |