Kexið frá Frón á menningarnótt.Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að menningarnótt verður haldin næsta laugardag. Að þessu sinni er yfirskrift hátíðarinnar „Gakktu í bæinn“ en með því er fólk hvatt til að skilja heimilisbílinn eftir og annaðhvort ganga eða taka strætó í bæinn.
Síðan menningarnótt var fyrst haldin í Reykjavík árið 1996 hefur hún sett sterkan svip á bæinn og ásamt 17. júní og gleðigöngunni er menningarnótt einn af stærstu viðburðum ársins.

Eins og alltaf áður verða listviðburðir, sýningar, tónleikar, vöfflukaffi og hverskyns uppákomur út um allan bæ. Kirkjur, listastofnanir, söfn, gallerí og fyrirtæki munu opnar dyr sínar fyrir menningarþyrstum bæjarbúum auk þess sem íbúar Þingholtanna bjóða í vöfflukaffi líkt og undanfarin ár sem nýtur alltaf mikill vinsælda. Og svo er það auðvitað flugeldasýningin sem mörgum finnst vera hápunktur menningarnætur en hún hefst laust fyrir 23.00.

Á menningarnótt myndast alltaf mikil hátíðarstemning í miðborginni þar sem fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra og njóta þess að upplifa sjónlistir, tónlist, bókmenntir og menningu. Menningarnóttin snýst jú um að njóta kraftmikils menningarlífs og samvista við aðra frá setningu menningarnætur á hádegi þar til yfir lýkur með flugeldasýningunni.

Þar sem dagskráin er löng er upplagt að vera með nesti með sér enda ekki ólíklegt að unga fólkið verði svangt. Þá er kexið frá Frón upplagt enda kemur kexið frá Frón við sögu á hverjum degi og er menningarnótt að sjálfsögðu engin undantekning á því.

Mundu eftir kexinu frá Frón sem þú færð í næstu verslun.Deila |