Það er stundum sagt að Frónkex komi við sögu á hverjum degi og hér er gott dæmi um það því veiðistaður nokkur í Hörðudalsá í dölum tengist Frón órjúfanlegum böndum. Í fyrra veiddust 55 laxar í ánni og besti bleikjutíminn er alveg að renna út. Í Hörðudalsá er veiðistaður sem kallaður er Frónbúinn og hér er skýringin á því.


Hörðudalsá á dölum er lax og silungsveiðiá á spennandi stað á landinu. Það er stutt í Sælingsdal og margt spennandi í Dalasýslu sem hægt er að skoða.

Veiðisvæðið er 14 kílómetra langt og veiðistaðirnir eru skráðir 36.

Það er hinsvegar veiðistaður númer 19 sem okkur finnst svo skemmtilegur en það er djúpur hylur þar sem bleikjan bíður. Sagan segir að eitt sinn hafi fjölskylda verið þar við veiði og hafði henni gengið vel.

Eins og vera ber var kaffi á brúsa með í för, kakómalt og auðvitað hið sívinsæla Kremkex frá Frón. Litlu stúlkunni í fjölskyldunni þótti ekki við hæfi að skilja fiskinn í hylnum út undan og hún hóf því að gefa bleikjunni Kremkex. Lónbúinn var eftir það nefndur Frónbúinn.

Það eru til margar svona sögur af góðum stundum með fjölskyldunni þar sem uppáhaldskexið kemur við sögu. Ef þið lumið á einni slíkri þá megið þið gjarnan deila henni með okkur.

Góða helgi!


Deila |