Það er nóg að gerast um verslunarmannahelgina og ættu flestir því að finna eitthvað við sitt hæfi. Í Ásbyrgi verða rólegheit við varðeld, í Borgarfirði eystri verður tónlistarhátíðin Bræðslan og á Akureyri Ein með öllu. Þá eru ótaldir Færeyskir dagar á Stokkseyri, Fjölskylduhátíð SÁÁ að Laugalandi auk annarrar fjölskylduhátíðar á Úlfljótsvatni. Í Reykjavík ræður Innipúkinn eins og venjulega og þeir djörfustu geta prófað Mýrarbolta á Ísafirði. Svo er Neistaflug Neskaupsstaðs, Sæludagar í Vatnaskógi, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Síldarævintýrið á Siglufirði, Traktorstorfæra á Flúðum og Unglindalandsmót UMFÍ svo fátt eitt sé nefnt. En í öllum tilfellum ætti kexið frá Frón að vera með í för enda kemur það við sögu á hverjum degi.

Því er spáð að norðanátt verði ráðandi um helgina. Það þýðir að hitastigið lækkar eitthvað en þó verður bjart víðast um land. Helgin hefst með 16-17 gráðum suðvestanlands og ætti veður að vera með ágætum um allt land þótt kaldara verði fyrir norðan og norðaustan, líklega um 10 gráður hámark. Þá má búast við lítilli úrkomu og að það létti til á laugardeginum.

Það borgar sig því að búa sig vel og taka með sér nóg af nesti til. Flestir ættu að geta tekið með sér uppáhaldskexið sitt frá Frón en það er auðvitað ómissandi í allar útilegur.

Við minnum sérstaklega á nýja kexið okkar, bitann sem eru ljúffengar súkkulaðibitakökur sem eru fáanlegar í þremur gerðum: með salthnetum, trönuberjum og döðlum.

Mundu eftir kexinu frá Frón um verslunarmannahelgina. Góða helgi og farið varlega.

Deila |