Mundu eftir Maríu og hinu kexinu frá Frón í fríinu.Eins og íbúar á suðvesturhorni landsins hafa tekið eftir þá hefur veðrið ekki beinlínis verið upp á marga fiska það sem af er liðið júlímánuði. Sólskinsstundirnar hafa verið sárafáar og eflaust margir orðnir pirraðir á því að endalaus rigning sé í kortunum.
Eins og útlitið er núna er einna helst að vænta sólskinsstunda fyrir norðan og austan ætli fólk sér að fara í útilegu. Á Blönduósi verður hin árlega Húnavaka haldin helgina 19. -21. júlí en hún samanstendur af fjölbreyttri skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Eins og undanfarin ár verða haldnir miðaldadagar á Gásum í Eyjafirði en þeir fara fram um sömu helgi og Húnavakan. Á Seyðisfirði stendur LUNGA yfir dagana 14. – 21. júlí en þar má njóta lista, fyrirlestra, gjörninga og tónleika í faðmi stórbrotinnar náttúru. LUNGA hefur fest sig rækilega í sessi síðan hátíðinni var fyrst hleypt af stokkunum árið 2000.

En svo eru líka ábyggilega margir sem hugsa sér að eiga náðuga daga í bænum og slaka á í sundi, heimsækja listasöfnin eða kíkja í heimsókn til ættingja. Þegar heim er komið er svo upplagt að fá sér kaffi og kakó sem verður ennþá betra með uppáhaldskexinu þínu frá Frón.

Mundu eftir kexinu frá Frón ef þú ætlar að skella þér í útilegu, á einhverja af bæjarhátíðunum úti á landi eða bara til að eiga í eldhússkápnum ef þú ætlar að eiga rólega helgi í bænum.Deila |