Mundu eftir súkkulaði póló með kaffinu.Það eru ábyggilega margir sem muna eftir smellnum frá Sumargleðinni sem spilaður var á hverju sumri um miðjan 9. áratuginn „Ég fer í fríið“ en þar voru fremstir í flokki Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Magnús Ólafsson, Hemmi Gunn og Ragnar Bjarnason. Enn þann dag í dag fá margir fiðring í magann þegar þeir heyra þennan smell í útvarpinu og rifja þá gjarnan upp gömlu góðu dagana.


Eins og íslenskar fjölskyldur vita er að mörgu að huga þegar lagt er af stað í útileguna. Það þarf að yfirfara hjól- eða fellihýsið, muna eftir spilunum og góðum hlífðarfatnaði og svo vitanlega góða skapinu. Auk þess er náttúrulega nauðsynlegt að muna eftir kexinu frá Frón og ættu allir að finna kex við sitt hæfi.

Mörgum finnst t.d. hafrakexið frá Frón ómissandi með morgunkaffinu og ávaxtasafanum og það í uppáhaldi hjá mörgum með osti og sultu eða agúrku.

Súkkulaðikexin frá Frón eru svo tilvalin með síðdegiskaffinu og má þar nefna súkkulaðikexin kósí, Maríu, café noir, póló og svo vitanlega kremkexið okkar vinsæla, Sæmund á sparifötunum, sem er komið aftur í verslanir og við það hafa margir tekið gleði sína á ný.

Á kvöldin þegar menn vilja hafa það náðugt og gott eftir kvöldmatinn er svo upplagt að fá sér ostakexið með ljúffengum ostum og sultu en það fæst bæði með hvítlauksbragði og chilibragði.

Mundu eftir kexinu frá Frón í útileguna.

Deila |