Grófa mjólkurkexið frá Frón er sérstaklega hentugt í kexdýfingar.Það er fátt jafn heimilislegt og mjólkurkexið frá Frón sem framleitt hefur verið í rúm 50 ár og óhætt að segja að það hafi því komið við sögu á hverjum degi. Þetta gamla góða á sér því langa sögu en auk þess geturðu einnig fengið spelt mjólkurkex og gróft mjólkurkex.


Það kannast ábyggilega flestir við það vandasama verkefni að hafa reynt að brjóta mjólkurkexið þannig hnífjafnt þannig að hvor helmingurinn sé nákvæmlega eins. Og eins og flestir vita þá er ekki hlaupið að því að ná því í fyrstu tilraun.

Jafnframt því hafa ábyggilega einnig margir prófað að dýfa því í mjólk þannig að hárfínt mýktarstig náist á kexinu og í því sambandi getur hver sekúnda skipt máli. En það er ekki bara gott að dýfa því í mjólk því að ekki er heldur síðra að dýfa því í kaffi. Það krefst einnig talsverðrar nákvæmni. Sé kexið haft í kaffinu í of skamman tíma verður það ekki nægilega mjúkt og sé það of lengi í kaffinu tapast einnig hið hárfína jafnvægi milli stökkleika og mjúkleika.

Næst þegar þú ferð út í búð er því upplagt að rifja upp gamla takta í kexdýfingunum og til þess er fátt betur fallið en hið bragðgóða grófa mjólkurkex frá Frón sem þú færð í næstu verslun.


Deila |