Fíkjubitarnir frá Frón eru upplagðir í ferðalagið.Nú er hásumar. Fyrsta helgi júlímánaðar er nýafstaðin og þeir sem ekki eru þegar komnir í sumarfrí eru í óðaönn að undirbúa það. Með tilhlökkun og gleði hlakka menn til að taka lífinu létt næstu vikurnar og njóta frísins hver með sínum hætti.

Þessa dagana birtast myndir á Facebook af fólki sem hefur farið í göngu í sumarfríinu. Það dælast inn myndir af glaðhlakkalegum ferðalöngum með bros á vör jafnt við upphaf ferðarinnar og svo sælum og þreyttum þegar áfangastað er náð.

Þegar farið er í lengri göngur hvort sem Laugavegurinn er genginn, Skólavörðustígurinn eða Kjalvegur hinn forni sem eru alltaf sívinsælar gönguleiðir þarf að huga að búnaði og matvælum. Á heimasíðu Ferðafélagsins má nálgast gátlista sem inniheldur þau atriði sem mikilvægt er að hafa meðferðis í ferðina.

Þeir sem hafa farið í lengri göngur á lélegum skóm myndu eflaust segja að ef þeir yrðu að nefna eitt mikilvægt atriði fyrir göngutúrinn væri það góðir gönguskór. Fatnaður þarf að vera góður og nauðsynlegt er að hafa góðan hlífðarfatnað því veðrið getur breyst fyrirvaralaust. Einnig er mikilvægt að vera með nægar vatnsbirgðir og eitthvað orkuríkt og létt meðferðis, eins og hnetur og rúsínur.
Það vill hins vegar stundum gleymast að Fíkjubitar eru mjög hentugir í göngutúra. Þeir innihalda m.a. trefjar, magnesíum, kalíum, kalk og vítamín og gefa göngufólki orku og kraft þegar af því er dregið.

Mundu því eftir Fíkjubitunum frá Frón næst þegar þú gerir þig kláran fyrir göngutúrinn.

Gleðilegt göngusumar!

Deila |