Hafrakexið frá Frón er frábærtOstakökur eru til í margvíslegum gerðum. Í norðanverðri Evrópu eru þær iðulega bornar fram kaldar og óbakaðar en í Bandaríkjunum eru þær hins vegar yfirleitt bakaðar. Hvaða gerð af ostaköku sem þú ákveður að búa til mundu þá eftir Hafrakexinu frá Frón sem leggur grunninn að góðri ostaköku.
Á meðan sumir nota rjóma í ostakökurnar, nota aðrir sýrðan rjóma, skyr eða jógúrt eða kotasælu. Einnig er hægt að nota hlaupost eða kvarka. Útgáfurnar af ostakökum eru nær óþrjótandi og í þeim má finna má hunang, hlynsýróp, grænt te, hunang. Möguleikarnir eru nánast endalausir.   

Synd væri að segja að ostakakan teldist ný af nálinni. Álitið er að hún eigi rætur að rekja til Forn-Grikkja. Matarsagnfræðingar hafa bent á að hún hafi verið meðal þess sem íþróttamönnum var boðið upp á þegar fyrstu Ólympíuleikunum til forna árið voru haldnir árið 776 f. Krist. Fornleifafræðingar hafa hins vegar rakið rætur hennar til ársins 2000 f. Krist og elstu heimildir, þar sem hennar er getið, eru frá Cató gamla í bók hans Um landbúnað (De re Rustica) þar sem lýsing á henni er svipuð þeim gerðum sem við þekkjum í dag.  

Að neðan er að finna uppskrift af frábærri ostaköku.Bláberjaostakaka
Botn:
200 g smjör
1 pakki Frón hafrakex

Fylling:
1 peli rjómi
200 gr rjómaostur
1 lítil dós af bláberjaskyri
½  bolli flórsykur
St. Dalfour bláberjasulta

Aðferð:

Bræðið smjörið, myljið kexið og hellið út á kringlótt fat. Smyrjið jafnt yfir botninn á fatinu. Þeytið rjómann og blandið honum saman við rjómaostinn, skyrið og flórsykurinn uns engir kekkir eru lengur. Hellið blöndunni yfir kexið og smyrjið varlega yfir það. Að lokum er þunnu lagi af bláberjasultu smurt á kökuna. Kælið í tvo tíma áður en kakan er borin fram. Athugið að það er ekki síðra að láta kökuna standa í 2-3 sólarhringa inn í ískáp áður en hún er borin fram.Deila |