Byrjaðu daginn með hafrakexinu frá FrónHafrar eru bæði hollir, næringarríkir og bragðgóðir. Enda eru þeir ein af hollustu korntegundunum þar sem þeir eru oftast notaðir heilir og því fylgja hollustuefnin í hýðinu og kíminu með þeim. Auk þess innihalda þeir vatnsleysanlegar trefjar sem hafa heilnæm áhrif á líkamann.
Það er því góð regla að byrja suma morgna með hafrakexi. Enda er hafrakexið eiginlega gott með hvaða  áleggi sem er og því um að gera að prófa sig bara áfram. Sumum finnst það best með rifsberjasultu og osti, öðrum með kindakæfu og agúrkum og svo er það líka ómótstæðilegt með kotasælu og papriku.

Það er því um að gera að slá tvær flugur í einu höggi: með því að fá sér hafrakex á morgnana fær líkaminn nauðsynleg næringarefni auk þess sem það er afar ljúffengt og saðsamt. Fáðu þér hafrakexið frá Frón á morgnana og vertu tilbúinn fyrir daginn!

Deila |