Café Noir frá FrónSúkkulaði Póló, Café Noir og Súkkulaði María eru ljúffeng súkkulaðikex frá Frón sem fær mann til að fá vatn í munninn. Frá árinu 1926 hefur Kexsmiðjan Frón framleitt gómsætt kex fyrir Íslendinga og nú, rúmum 85 árum seinna, er enn ekkert lát á vinsældunum á kexinu frá Frón. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan verksmiðjan hóf starfsemi í húsi við Laufásveginn í Reykjavík sem kennt var við Betaníu.

Árið 2007 færðist starfsemin í það húsnæði sem nú sér landsmönnum fyrir gómsætu kexi kvölds og morgna. Súkkulaðikexið frá Frón er meðal þeirra tegunda sem alltaf hefur notið jafnmikilla vinsælda hjá Íslendingum frá því það kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma.

Landsmenn hafa átt góðar stundir með súkkulaðikexinu frá Frón. Þeir hafa tekið það með sér í fjallgöngur og gætt sér á því þegar tekin er pása til að kasta mæðinni. Það hefur verið haft með í för í útilegum og í skíðatúrinn og er algjörlega fullkomið bæði með kaffinu eða kakóinu. Og svo hefur það líka alltaf verið til taks heima við þar sem það er alltaf í seilingarfjarlægð.

Súkkulaðikexið frá Frón hefur því verið með okkur að heiman og heima í öll þessi ár.Deila |