Ljúffengir Fíkjubitar frá FrónMargir eru eflaust fegnir því að svartasta skammdegið sé senn að baki og að dagurinn sé loksins farinn að lengjast. Með hækkandi sól fylgir því hjá mörgum að skipuleggja göngur, bæði stuttar dagsferðir fram að sumri og svo lengri göngutúra í sumarfríinu þegar menn eru komnir í gönguform. Í öllum göngutúrum er gátlisti afar mikilvægur. Það á jafnt við um styttri túra og lengri ferðir. Hér getur þú séð gott dæmi um gátlista fyrir útilegur. Fatnaður þarf að vera góður því veðrið getur breyst fyrirvaralaust.

Einnig er mikilvægt að vera með nægar vatnsbirgðir og eitthvað orkuríkt og létt meðferðis, eins og hnetur og rúsínur. Það vill hins vegar stundum gleymast að Fíkjubitar eru mjög hentugir í göngutúra.

Fíkjur eru ríkar af kalki og trefjum. Meðal þess sem þurrkaðar fíkjur innihalda eru trefjar, magnesíum, kalíum, kalk og K vítamín. Auk þess innihalda fíkjur önnur næringarrík og fjölda andoxunarefna.

Mundu því eftir Fíkjubitunum frá Frón næst þegar þú gerir þig kláran fyrir göngutúrinn því kexið frá Frón kemur víða við á hverjum degi.
Deila |