Í hugum nær allra eru vanilluhringir og loftkökur tengdar jólahátíðinni. Yfirleitt finnst ekkert annað orð yfir loftkökur en loftkökur þótt illar tungur í sumum landshlutum kalli þá „Þingeyinga“.

Slíkt var a.m.k. gert á sýningu á minjagripum og nytjaverkum sem haldin var í Safnahúsinu á Húsavík í ársbyrjun 2010. En þar var þingeyskt loft selt sem loftkökur sem pakkað hafði verið inní gjafaumbúðir og selt gegn vægu gjaldi.

Hins vegar er ekki vitað til þess að vanilluhringir hafi annað nafn en vanilluhringir. En hvað sem slíkum vangaveltum líður þá eru loftkökur og vanilluhringir eitthvað sem flestir geta ekki hugsað sér jólin án.

Hjá Frón er jólaundirbúningurinn hafinn af fullum krafti og er afrakstur jólabakstursins nú kominn í verslanir. Þeir sem hafa smakkað jólakökurnar frá Frón geta ekki hugsað sér jólin án þeirra og þeir sem hafa ekki bragðað þær ættu að gera það sem allra fyrst. Frón býður upp á sex tegundir sem munu eflaust kæta bragðlaukana: Loftkökur, vanilluhringi, pipardropa, piparkökur, súkkulaðibitakökur og mömmukossa.  

Deila |