Álfur býr til súkkulaði- og vanilludverga.Álfur er dvergur. Hann er góður þó hann sé eilítið brögðóttur. Hann er líka rammgöldróttur og getur galdrað fram fleiri dverga sem luma á ýmsum góðum brögðum. Jafnvel súkkulaði eða vanillubragði ef vel liggur á þeim.

Dvergar láta yfirleitt lítið fyrir sér fara. Þeir kunna ágætlega við sig í klettum og steinum en þar nýta þeir sér handlagni sína til að búa til göng og glæsilega sali.

Náttúran og umhverfið skiptir dverga eins og Álf miklu máli. Dvergar vilja ekki að náttúrunni sé spillt og þess vegna er mikilvægt að ganga vel um þegar við ferðumst um landið okkar allra. Landið er viðkvæmt og það er aldrei að vita hver á heimkynni á þeim slóðum sem við erum á hverju sinni.
Ef þú finnur dvergastein í sumarfríinu ættir þú að hlusta vel og horfa vel. Sjáðu fyrir þér dverginn Álf og ævintýri hans. Kannski getur þú búið til heila sögu í huganum.

Hafðu Álf með þér í haustlitaferðina. Og passaðu náttúruna.

Deila |