Það er vel hægt að hafa það notalegt um Verslunarmannahelgina þó veðrið leiki ekki við mann.Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og streyma tugþúsundir Íslendinga út á þjóðveginn til móts við gleði og glaum. Verslunarmannahelgin er löng helgi, með kærkomnu fríi á mánudeginum. Þá eru líka margar verslanir lokaðar og því þarf að huga dálítið að nestinu sem er tekið með á útihátíðina eða í helgarferðina.

Margir búa svo vel að geta tekið með sér 12 volta kæliskáp eða kælibox til að geyma fersk matvæli við ákjósanlegt hitastig. Það dugar hinsvegar ekki alltaf og þegar líður á helgina eru matvælin orðin frekar slöpp að sjá eftir volk og hátt hitastig. Þá er gott að eiga smá kex! Það getur því verið ágætt að taka með sér kex frá Frón til að eiga til vara þegar hungrið sverfur að. Kex geymist vel, er einfalt og þægilegt í neyslu og engin þarf að þvo áhöld eða hendur eftir að hafa borðað uppáhalds Frónkexið sitt.

Önnur matvæli sem geymast ágætlega yfir helgi eru ýmis konar pastavörur, grjón, hrökkbrauð, flatkökur, þurrkaðir ávextir og hnetur. Þá ætti að vera lítið mál að taka með sér ávexti og grænmeti svo framarlega sem vel er gengið frá matvörunum.  Þá er harðfiskur einstaklega íslensk matvara sem er afar hentug í ferðalögum.

En Frónkexið er ekki síður íslenskt. Um áratuga skeið hafa Íslendingar haft Kremkex, Matarkex eða Mjólkurkex með í för í flest ferðalög. Gríptu með þér kaffiduft eða kakóduft og taktu uppháhalds Frónkexið með þér í útilegu helgarinnar.

Góða ferðahelgi!

Deila |