Gætir þú hugsað þér að gista í svítu á Kex Hostel og borða ljúffengan og spennandi kvöldverð á veitingastað hótelsins, og velja þér ljúffenga rétti af matseðlinum Sæmundur í sparifötunum? Ef svarið er jákvætt þá skaltu hafa augun opin fyrir nýjustu afmælistvennu Frón í næstu verslunarferð.

Frón fagnar 85 ára afmæli í ár og það var skemmtileg tilviljun að Kex Hostel opnaði í gamla húsnæði kexverksmiðjunnar á afmælisárinu. Haldið verður upp á afmælið með ýmsu móti og það verða viðskiptavinir sem njóta góðs af. Nú fást tveir pakkar af Frón kremkexi á verði eins í næstu verslun í sérmerktri afmælistvennu.

Kremkexið frá Frón er löngu sígilt og er hluti af uppvexti margra Íslendinga. Nú gefst því tækifæri til að gleðja sína nánustu með Frón kremkexi, og spara á sama tíma. Ekki nóg með það, heldur gæti líka leynst vinningur í pakkanum. Frón gefur tíu vinninga með afmælistvennutilboði á kremkexi, hvern öðrum glæsilegri.

Aðalvinningurinn er sérlega eftirsóknarverður, eða gisting fyrir tvo í svítunni á Kex Hostel með kvöldverði og morgunverði. Það gæti því heldur betur borgað sig að grípa með afmælistvennu Frón í næstu verslun og kíkja í pakkann.

Vinningar í afmælistvennuleik með Frón kremkexi eru:

1. Vinningur: Svítan á KexHostel fyrir tvo. (Helgargisting með kvöldverði og morgunverði).

2.-3. Vinningur: 2 x kvöldverður fyrir tvo á veitingastað Kex hostel, Sæmundi í sparifötunum.

4.-5. Vinningur: 2 x gjafabréf úr verslun, 25.000 krónur.

6.-10. Vinningur: 5 x gjafabréf úr verslun, 10.000 krónur.

Fylgstu með Frónkexi á Facebook.

Deila |