Hringvegurinn um landið getur leidd mann á undraverðar slóðir.Nú þegar þjóðvegir landsins fyllast af íslenskum og erlendum ferðamönnum sem þyrstir í að skoða, upplifa, sjá og finna í íslenska sumrinu þá má segja að þjóðvegur 1 breytist í bílabraut hringinn í kringum þessa fallegu eyju okkar.

Þjóðvegur 1, eða Hringvegurinn eins og hann er oft kallaður, liggur, eins og nafnið gefur til kynna, hringinn í kringum landið og tengir saman Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurland. Vegurinn er samtals 1332 km að lengd og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið. Hringurinn var ekki kláraður fyrr en árið 1974 þegar Skeiðarárbrú var opnuð.

Það hefur löngum verið vinsælt hjá landanum að “fara hringinn”, enda má upplifa stóran hluta landsins þannig. Það má ímynda sér að á fyrstu árum hringvegarins hafi Íslendingar farið sér að engu óðslega, enda langt í frá komið bundið slitlag og annar lúxus sem við nútímafólkið búum við.

Þá má líka leiða að því líkur að Frónkexið hafi slæðst með í för, enda hefur Frónkexið verið ferðafélagi Íslendinga áratugum saman. Góða, gamla Kremkexið, sem fékk snemma viðurnefnið Sæmundur í sparifötunum, hefur eflaust kíkt upp úr nestisskjóðum þegar áð var til að teygja úr sér.

Þótt nú sé hægt að keyra hringinn malbikaðan að langmestu leyti og bílarnir orðnir mun þægilegri, þá er óþarfi að fórna þeirri frábæru skemmtun sem það er að stoppa aðeins og líta í kringum sig og fá sér góðan bita áður en lagt er aftur í’ann.
Sæmundur stendur alltaf fyrir sínu og er enn í uppáhaldi hjá mörgum, enda kemur Frónkexið við sögu á hverjum degi.

Góða ferð!

Deila |