Súkkulaði fer vel með kaffiKaffi og súkkulaði eru bundin þannig böndum að margir geta ekki hugsað sér eitt án hins. Það er svosem engin ráðgáta hvers vegna – það bragðast ofboðslega vel saman – en erfitt þó að setja fram vísindaleg rök fyrir því.

Þetta góða samband skapast ef til vill vegna þess að uppruninn er ekki ólíkur. Báðar afurðirnar eru gerðar úr baunum sem vaxa í svipuðu loftslagi og eru unnar á svipaðan hátt fyrir neyslu.

Svo má ef til vill bara liggja á milli hluta hvers vegna þessi samsetning er svona góð og sætta sig við að sumt verður ekki útskýrt. Súkkulaði er gott. Kaffi er gott. Súkkulaði og kaffi saman gera sálinni gott. Súkkulaðikex sem dýft er í góðan kaffibolla getur lyft andanum og lífgað upp á stað og stund. Súkkulaðikexið frá Frón er fullkomið með kaffibollanum.

Það er eitthvað fyrir alla súkkulaðiunnendur í vöruúrvali Frón. Súkkulaði Kósí er eitt með öllu, Súkkulaði Sóló er hafrakex með mjólkursúkkulaði og Súkkulaði Póló er fyrir þá sem vilja kókoskeim. Súkkulaði María eru þunnar kexkökur með dökku súkkulaði og Café Noir er svona ekta kaffikex. Nettar kexkökur sem passa í alla bolla, hjúpaðar gæðamjólkursúkkulaði sem lætur engan ósnortinn.

Mmmmmmm...látið dýfingarnar hefjast!

Deila |