Súkkulaði Kósí er kexið fyrir góða bíómyndÞað er ekki laust við að kuldaboli bíti meira en góðu hófi gegnir þessa dagana. Bændur koma skepnum í hús og þeir sem hafa græna fingur breiða vel og vandlega yfir viðkvæma græðlinga sem bíða sólarljóssins og hlýjunnar til að vaxa og dafna.

Þetta á nú vonandi bara við næstu örfáa daga og eins og reynslan sýnir, þá þýðir lítið að amast við íslenska veðrinu. Það er einfaldlega eins og það er.

Besta leiðin til að láta ekki gremjuna ná tökum á sér yfir því að þurfa að ná aftur í vetrarúlpuna úr geymslunni, er að fara í smá Pollýönnuleik og gera gott úr því sem gefst. Góðu veðri fylgir eilíf krafa um að vera á fullu frá morgni til dags í göngu-, sund- eða hjólaferðum. Það getur verið krefjandi!
Nú er kjörið tækifæri til að hringa sig undir teppi með góðri samvisku að loknum vinnu/skóladegi með góða bók eða yfir góðri bíómynd og fá sér heitt í bolla og gott kex að maula. Súkkulaði Kósí er fullkomið fyrir slíkan aukavetrardag. Súkkulaðihúðaðar kókoskexkökur með súkkulaðibitum og kókosmjöli eru ómótstæðilegar!

Svo bíður sumarið handan við helgina...

Deila |