Gleðilegt sumar!Nú eru vorlaukarnir farnir að kíkja upp úr moldinni, brumin farin að bólgna, og á góðum degi má jafnvel finna lykt af sumri á leiðinni. Eins og gengur og gerist hér á eyjunni okkar norðlægu, þá er sumarið ansi lengi á leiðinni og margur orðinn langeygur eftir að geta skilið úlpuna eftir heima og jafnvel tekið sandalana fram.

Þangað til er skínandi góð hugmynd að hita upp, skref fyrir skref. Þótt ekki sé kominn tími á að rjúka léttklæddur í Nauthólsvíkina, þá má byrja á að fara í fjöruferð með nesti í poka. Eitthvað gott á brúsa og Frón kremkex henta fullkomlega fyrir vorferð í fjöruna.

Eins má fara hjólaferð vel klæddur, og ef rignir, þá er um að gera að skella öllum í pollagallann og fara út að hoppa í polla. Það eru samveran og útiveran sem skipta máli, og svo má ekki gleyma hressingunni. Frónkex er frábær ferðafélagi í allar tegundir ferðalaga, hvort sem leiðin liggur út á róló eða lengra.

Bara það að anda að sér fersku lofti gefur aukinn kraft og ef farið er reglulega út, verður spennandi að fylgjast með sumrinu nálgast meira í hverri ferð með grænna grasi og auknum laufskrúði. Áður en maður veit af er allt orðið grænt og grámi vetrarins á bak og burt. Gleðilegt vor!


Deila |