Hjalti og Páll kynna kremkexið ÁlfFrón var með glæsilegan sýningarbás á vörusýningu Ísam á föstudaginn síðastliðinn enda full ástæða til. Í ár fagnar Frón, sem framleiðir kexið sem landsmenn elska, 85 ára afmæli. Þá var ekki síður ástæða til að fagna því að Frón var með á boðstólunum nýtt kremkex sem landsmönnum verður einnig boðið upp á innan skamms.

Kexið heitir Álfur en Álfur er dvergur úr norrænum goðsögnum sem getur galdrað fram gómsæta súkkulaði eða vanillu kexdverga. Það verður bráðlega hægt að kynnast Álfi nánar hér á vefsíðunni.

Það er vel við hæfi að nýtt kremkex komi frá Frón á afmælisárinu. Landsmenn hafa tekið ástfóstri við Sæmund í sparifötunum eins og Frón kremkexið er oft kallað en nú verður einnig hægt að deila ástúðinni með Álfi.

Hver veit nema ný kynslóð eigi eftir að bera í brjósti sérstaka væntumþykju í garð Álfsins sem mun verða með í för í útilegum, vera til staðar á kaffiborðum og í raun hvar sem gott tækifæri gefst til að kroppa í eitthvað gómsætt með kaffinu, súkkulaðinu eða mjólkinni.

Deila |