Frónkexið bragðast betur í góðum félagsskap

Það er list að kunna að njóta lífsins. Það er vissulega takmark flestra en margir festast í því að ætla að klára hitt og þetta til að geta farið að njóta lífsins. Svo dregst það á langinn og það gleymist að njóta dagsins í dag og næsta dags vegna þess að það á að gera það seinna.

Þegar litið er um öxl eftir langa ævi segjast flestir sem þangað eru komnir á lífsleiðinni helst sjá eftir því að hafa ekki eytt meiri tíma með vinum og fjölskyldu. Og þeir sem kunna að njóta hvers dags segjast iðulega líða best í faðmi vina og fjölskyldu. Það eru nefnilega gömul sannindi og ný að maður er manns gaman. Samvera er dýrmæt, ekki síst vegna þess að upplifanir verða sterkari ef þeim er deilt með öðrum. Það er mikilvægt skref í uppeldi hvers barns þegar því er kennt að deila með sér. Það er nefnilega gefandi að deila gleði, af hvaða tegund sem gleðin kann að vera.

Það er til dæmis gleði fólgin í því að njóta kexköku. Að finna kexið brotna stökkt undir tönn eða bráðna uppi í munni eftir að hafa verið dýft í mjólk eða kaffisopa, og finna ljúffengt bragðið leika við bragðlaukana. Gott verður betra ef því er deilt með öðrum. Það er það sem gerir stundina dýrmæta. Lífsins á að njóta núna. Það er gott að deila kexpakkanum sínum.

Deila |