Súkkulaði Póló er á afmælistilboði í næstu verslun. Tveir fyrir einn.

Kexverksmiðjan Frón var stofnuð 12. júní árið 1926 og hefur því komið við sögu Íslendinga í 85 ár. Í byrjun var vélakosturinn takmarkaður og þær vélar sem notaðar voru handvirkar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, og nú rennur hver gómsæt kextegundin á fætur annarri úr vélunum þannig að ilminn leggur yfir umhverfið.

Frónkexið á sér marga dygga aðdáendur. Matarkexið á þar heiðurssæti, enda hefur það verið með frá upphafi og Mjólkurkexið má finna í flestum eldhúsum og kaffistofum á landinu.

Í tilefni af 85 ára afmælinu býður Frón sérstakt afmælistilboð. Súkkulaði Póló kexið er eitt vinsælasta Frónkexið enda einstaklega gómsætt kókossúkkulaðikex sem hefur verið framleitt frá árinu 1960, og hefur því fylgt landanum í rúm 50 ár.


Nú fæst afmælistvenna af Súkkulaði Póló í næstu verslun. Sérpakkaðir 2 fyrir 1 pakkar af Póló á afmælistilboði Frón. Nýttu tækifærið og njóttu dagsins með Frón.

Deila |