Fáðu þér kex með kókos og láttu þig dreyma um sólbakaðar strandir.

Kókos er vinsælt hráefni í margskonar matargerð. Hér á landi er kókosmjölið aðallega notað í bakstur og það gefur hefðbundnum kökum og kexi sérstakan keim og suðrænt yfirbragð.

Kókosmjölið er nefnilega kjötið úr kókoshnetunni sem er búið að þurrka og mala. Kókoshnetan vex á kókospálmanum sem er upprunninn í Suðaustur-Asíu og hann vex víða í heitari loftslagi.

Kókoshnetur eru sérstakar í útliti og veigra margir sér við því að verka þær. Hér má þó fá ágætis leiðbeiningar frá Monty Python hópnum. Þeim er þó fylgt á eigin ábyrgð! Enginn veit eins vel og liðsmenn þess hóps hvernig best er að nota skeljarnar, enda hafa þær verið gerðar ódauðlegar í kvikmyndinni Life of Brian.

Einfaldast er að láta aðra um umstangið og kaupa vöruna tilbúna frá sérfræðingunum. Kókosmjölið er í aðal- og aukahlutverki í bæði Súkkulaði Póló og Súkkulaði Kósí kexinu frá Frón. Kókos og súkkulaði fara einmitt einkar vel saman og þetta vitum við.

Súkkulaði Póló eru kókoskexkökur með dökku súkkulaði, og Súkkulaði Kósí eru súkkulaðihúðaðar kókoskexkökur með súkkulaðibitum og kókosmjöli. Það gerist nú varla girnilegra! Við réttu aðstæðurnar er jafnvel hægt að lygna aftur augunum, fá sér bita og láta sig dreyma um kókospálma við hvítar strendur.

Deila |