Frón Hafrakex er frábært með salötunum

Það er löng hefð fyrir því að bera fram kex og salöt þegar komið er saman, hvort sem það er í afmælisveislu eða saumaklúbb. Majonessalötin hafa átt velgengni að fagna í þessu samhengi, en með sífellt vaxandi heilsuvitund fólks fer hollu salötunum eða hollum afbrigðum af majonessalötunum fjölgandi. Hafrakexið frá Frón er tilvalið salatkex með hollum höfrum og mátulega stökkt. Við látum hér fylgja nokkrar uppskriftir að salötum á hafrakexið, bæði gamlar og nýjar.

 

Þetta holla:

Kotasælusalat

1 dós Kotasæla

Hálf gúrka, flysjuð, fræhreinsuð og skorin í litla bita

2 vorlaukar

2 tsk sweet chili sósa

Blandið öllu saman. Það má þynna salatið með smá mjólk og eins er gott að bæta góðu kryddi út í.


Þetta miðlungsholla:

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi

2 msk majones

Paprikuostur, skorinn í bita

Sveppaostur, skorinn í bita

Vorlaukur, smátt saxaður

Vínber, skorin í bita

Öllu blandað saman, gott að blanda nokkru áður en borið er fram.


Þetta miður holla (en góða):

Rækjusalat

200g rækjur

1 dl majones

3 harðsoðin egg

Karríduft

Svartur pipar

Skerið eggin í eggjaskera og blandið svo öllu saman. Þessi uppskrift er hefðbundin en auðvitað má bæta við það til dæmis gúrku eða öðru kryddi til að breyta til.

Deila |