Frónkex er þjóðlegt kex, enda kemur Frón við sögu á hverjum degi

Á þorranum sjálfum er ekki úr vegi að íhuga hvað er þjóðlegt. Hér á Íslandi þykir þorrinn afar þjóðlegur og þorramatur er nefndur þegar nefna á hefðbundinn íslenskan mat. Það eru þó mun færri Íslendingar sem borða súrmat en til dæmis lasagna eða plokkfisk.

Það er nefnilega ekki alltaf einfalt að skilgreina hvað er íslenskt. Hvort er íslenskara, fiskur veiddur af íslenskum togara í færeyskri lögsögu eða spagettíkjötsósa gerð úr nautahakki keyptu beint frá býli í Borgarfirðinum?

Svo má líka skoða þetta út frá hefðinni. Þá myndi teljast íslenskara að borða svínakjöt en hreindýrasteik þar sem saga svínaræktar á Íslandi er lengri en hreindýranna. Flestir myndu þó telja hreindýrasteikina „íslenskari.“

Frónkex á sér langa sögu á Íslandi þar sem framleiðsla á Matarkexi hófst árið 1926 og framleiðsla á Mjólkurkexi fyrir rúmum fimmtíu árum.

Það má ef til vill best sjá á netverslun með íslenskar vörur hve þjóðlegt Frónkexið er, því þaðan er það selt um allan heim, ekki síst til Íslendinga í útlöndum sem sakna þess að heiman. Samkvæmt einhverri skilgreiningu má því segja að Frónkex sé þjóðlegt kex, og jafnvel má kalla það „þjóðarkexið.“ Enda kemur Frón við sögu á hverjum degi.

Deila |