Óskarsverðlaunamyndir bjóða upp á góðar stundir í sófanum heima með Frónkexi

Nú er besti bíótími ársins því Óskarsverðlaunin eru á næsta leiti og því gæðaræmur í kvikmyndahúsunum. Það eru rúmar tvær vikur í næstu verðlaunaafhendingu og því rík ástæða til að setja sig í bíógírinn. Í tilefni af bíómánuðinum mikla eru hér tillögur að gömlum og góðum sigurvegurum á Óskarsverðlaunahátíðinni til að rifja upp heima í stofu með góðu Frón narti.

1972: The Godfather. Það er eiginlega ekki hægt að nefna þessa nema taka númer tvö með en hún fékk einmitt Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd tveimur árum síðar. Þótt sú þriðja hafi ekki hlotið verðlaunin, er hún ómissandi lokakafli í þessu meistaraverki Francis Ford Coppola. Þessar krefjast alvarlegrar yfirsetu og veitinga sem gefa næga áhorfsorku. Við mælum með ostabakka með uppáhaldsostunum, vínberjum og Frón hafrakexi.

1977: Annie Hall. Þessi stórskemmtilega Woody Allen mynd á sér marga aðdáendur og það eru eflaust margir sem horfa á hana reglulega. Allen fer á kostum sem taugahrúgan Alvy Singer og Diane Keaton fær kvenfólk til að nota hálsbindi. Í anda myndarinnar mælum við með einhverju skemmtilegu og klassísku eins og Kremkexi og mjólk.

1982: Gandhi. Stórbrotið kvikmyndaverk sem segir sögu merkilegs manns á mjög fallegan og áhrifaríkan hátt. Myndin lýsir einnig vel áhrifum breska heimsveldisins á Indlandi á árum áður og því tilvalið að fá sér tebolla með þessari og gott súkkulaðikex eins og Maríukexið. Myndin er rúmir þrír tímar að lengd þannig að það er vissara að hafa allan pakkann við höndina.

1986: Platoon. Eftir fjölda kvikmynda sem fjölluðu á einn eða annan hátt um Víetnamstríðið þá hefði maður haldið að komið væri gott. Þessi mynd sannaði þó tilverurétt sinn með því að hreppa Óskarsverðlaunin sem besta myndin og sló hún í gegn í kvikmyndahúsum. Tónlistin í myndinni varð ekki síður vinsæl og gerði hún lög eins og Hello, I love you með The Doors og White Rabbit með Jefferson Airplane vinsæl aftur. Þessi tekur á taugarnar og er frekar gróf á köflum þannig að hér er gott að narta í eitthvað róandi. Morgunkex með hnetusmjöri og eplasneiðum er gott í maga og gefur góða orku í áhorfið.

1994: Forrest Gump. Flókni einfeldningurinn Forrest Gump snart hjörtu allra þetta árið. Einstök saga Gump fléttuð saman við bandaríska sögu sló heldur betur í gegn. Þetta er kvikmynd sem verður vitnað í um ókomna tíð. „Life is like a box of chocolates...“ Í þeim anda fáum við okkur gæðasúkkulaðikex með þessari . Súkkulaði Kósí er súkkulaðihúðað kókoskex með súkkulaðibitum og kókosmjöli – eiginlega eins og konfektmoli.

1997: Titanic. Eins og með margar ‚stórmyndirnar‘ er Titanic skáldskapur fléttaður saman við raunverulega atburði. Stórbrotin leikmynd, nýjasta tækni síns tíma og dramatísk ástarsaga Jack og Rose gerðu þessa gríðarlega vinsæla og hlaut hún náð fyrir bæði áhorfendum og akademíunni. Titanic yfirseta krefst úthalds og huggulegheita. Nettar Café Noir kexkökurnar á disk og lúxuskaffi í gamla bollastellinu hennar ömmu skapa réttu stemmninguna.

1999: American Beauty. Þessi kvikmynd þykir frumleg og falleg og rótaði í ameríska draumnum. Kevin Spacey leikur eiginmann og föður í tilvistarkreppu og út frá honum og fjölskyldu hans, er glansmyndin brotin upp. Hringaðu þig undir teppi yfir þessari með mjólk og Frón piparkökur og njóttu kvikmyndalistarinnar.

Góða skemmtun!

Deila |