Súkkulaði er eitt vinsælasta bragðefni í heimi og kemur við sögu á hverjum degi í Frónkexinu

Súkkulaði er eitt vinsælasta bragðefni í heimi og vilja margir ganga svo langt að halda því fram að þeir séu háðir þessum ljúfa bita! Súkkulaði er unnið úr kakóbaunum sem fyrst voru ræktaðar, svo vitað sé, fyrir meira en 3000 árum í Mexíkó og Mið-og Suður Ameríku. Í dag eru um þrír fjórðuhlutar kakóbaunaræktunar heimsins í Vestur-Afríku.

Til að gera súkkulaði úr baununum, eru þær gerjaðar, þurrkaðar, hreinsaðar og svo ristaðar. Því næst eru þær afhýddar og maukaðar þannig að úr verður þykkur súkkulaðimassi, sem er grunnhráefnið í öllu súkkulaði.


Massanum má svo skipta í tvennt: kakóduft og kakósmjör. Ósætt bökunarsúkkulaði inniheldur eingöngu kakóduft og kakósmjör í mismunandi hlutföllum.

Mestallt súkkulaði sem neytt er í heiminum er sætt súkkulaði sem gert er úr blöndu af kakói, kakósmjöri eða annarri fitu, og sykri. Mjólkursúkkulaði inniheldur þar að auki mjólkurduft eða niðursoðna mjólk. Hvítt súkkulaði inniheldur kakósmjör, sýkur og mjólk en ekkert kakóduft.

Kakó inniheldur beiskjuefni, meðal annarra þeóbrómín, sem hafa lífeðlisfræðileg áhrif á líkamann. Þau hafa meðal annars verið tengd magni serótónins í heilanum, en serótónin er oft kallað hamingjuhormónið vegna vellíðunartilfinningar sem það framkallar. Samkvæmt niðurstöðum sumra rannsókna getur hófleg neysla á súkkulaði meira að segja haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting.

Súkkulaði er vinsælt með nánast hverju sem er, en kex og súkkulaði er tvenna sem bundist hefur heitböndum fyrir löngu. Frónkex á í farsælu og hamingjusömu sambandi við súkkulaði og nú fást fimm tegundir af ljúffengu súkkulaðikexi frá Frón.

Kósí er súkkulaðihúðað kókoskex með súkkulaðibitum og kókosmjöli og því tvöföld súkkulaðihamingja. Póló kexkökur eru með kókos og dökku súkkulaði, Sóló kexkökur eru húðaðar með mjólkursúkkulaði, María súkkulaðikex eru þunnar og stökkar kexkökur með dökku súkkulaði og Café Noir eru skemmtilega ferkantaðar súkkulaðikexkökur með mjólkursúkkulaði. Það er því úr nægu að velja þegar þörf er á að létta sér lund í amstri dagsins með smá súkkulaði.

Deila |