Brjóttu upp hversdagsleikann með Frón Morgunkexi

Það væri leiðinlegt að breyta aldrei til í mataræðinu. Tilbreyting er nauðsynleg og það á við um allar máltíðir dagsins. Það er líklegt að vanafestan sé hvað sterkust þegar kemur að morgunmatnum. Margir borða það sama í morgunmat alla daga, nánast allan ársins hring.

Líklega er þar tímaskorti og þreytu um að kenna því það er erfitt að vera skapandi og hugmyndaríkur þegar búið er að ýta á blundtakkann á vekjaraklukkunni nokkrum sinnum áður en rokið er fram úr og farið í fötin, borðað og rokið af stað á korteri.

Það gefur þó mikið að breyta aðeins til og gefa sér þá gjöf að fara tímanlega fram úr rúminu og geta sinnt morgunverkunum á eðlilegum hraða. Þá er líka hægt að gefa sér tíma í að prófa eitthvað nýtt í morgunmat og virkilega njóta hans.


Morgunkexið frá Frón er tilvalið til að brjóta upp fastar venjur og breyta til. Morgunkex er ljúffengt og trefjaríkt heilhveitikex sem gott er með hvaða áleggi sem er. Smjör og ostur er eflaust hefðbundnasta samsetningin en það er um að gera að prófa sig áfram.

Morgunkexið hentar auðvitað á öllum tímum dagsins, þrátt fyrir nafnið. Prófaðu Morgunkex með osti í morgunmat, Morgunkex með hnetusmjöri og banönum í hádeginu og Morgunkex með ostunum og rauðvíninu á kósíkvöldi. Morgunkexið er líka gott mulið út á ís eða út í sæta grauta. Brjóttu upp daginn og finndu þína uppáhaldsleið til að njóta Morgunkexins frá Frón.


Deila |