Heitt kakó og Frónkex er svo gott eftir hressandi útiveru

Nú er runninn upp sá tími þegar upplagt er að nýta þá daga sem veður er skaplegt til að njóta vetrarins og þess sem hann hefur upp á að bjóða. Það er fátt meira hressandi en að búa sig vel og fara í gönguferð að vetri til, hvort sem er í nágrenninu eða kannski upp á næsta hól.

Þar sem snjóar eitthvað að ráði er auðvitað kjörið að grípa tækifærið og renna sér á skíðum eða snjóþotu, eða finna frosna tjörn og fara á skauta. Öll útivera er hressandi og auðvitað nauðsynleg, ekki síst á meðan dagarnir eru stuttir og fólk hneigist frekar í átt að sjónvarpssófanum.

Eftir röska göngu eða nokkrar ferðir í brekkunum er nauðsynlegt að fá yl í kroppinn. Þá er upplagt að fá sér eitthvað heitt í bolla og uppáhalds Frónkexið með. Mjólkurkexið og Matarkexið er auðvitað tilvalið til dýfinga, og Morgunkexið er æðislegt með hvers konar áleggi. Ef þér finnst súkkulaðibragðið vanta þá eru súkkulaði Sóló og súkkulaði Póló alveg fullkomnir kostir. Með roða í kinnum eftir heilsusamlega útiveru er frábært að slaka á með Frón.
Deila |