Frón smákökudeig þýðir nýbakaðar smákökur án fyrirhafnar

Það er kominn desember og jólaundirbúningurinn hellist yfir okkur af fullum krafti. Það er yndislegt að finna eftirvæntinguna byggjast upp hjá bæði börnum og fullorðnum, þótt hún beinist ef til vill á mismunandi brautir hjá þeim yngri en þeim eldri. Börnin mæna á myndir af jólasveinunum og bíða þess spennt að fá þá í heimsókn og finna eitthvað spennandi í skónum að morgni dags, svo ekki sé minnst á aðfangadagskvöldið sjálft með allri þeirri dýrð sem það býr yfir í barnshugum.


Þeir sem komnir eru til vits og ára hrífast líklega minna með í jólasveinasprellinu en upplifa það þó í gegnum börnin. Þeir láta sig þó líklega frekar dreyma um indæla frídaga með fjölskyldunni þar sem góður félagsskapur, ljúffengur matur og afslöppun eru í aðalhlutverki.

Það er ýmislegt sem er órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni, og svo eru mismunandi hefðir á hverju heimili. Það er óhætt að fullyrða að smákökurnar séu hluti af jólahaldi flestra landsmanna og það hefur færst í aukana að njóta þeirra alla aðventuna en ekki geyma allan baksturinn til jóla eins og tíðkaðist á mörgum heimilum áður fyrr.

Til að auðvelda lífið og nýta tímann vel er tilvalið að baka smákökur úr tilbúna smákökudeiginu frá Frón. Þá vinnst tími til að eiga notalegar stundir án þess að fara á mis við að taka kökur úr ofninum og finna húsið fyllast af indælis kökuilmi.

Prófaðu kókoskökudeig, súkkulaðidropadeig, súkkulaðibitadeig eða piparkökudeig frá Frón og bjóddu upp á nýbakaðar smákökur án fyrirhafnar. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi…

Deila |