Nú er einfalt að baka sínar eigin súkkulaðibitakökur fyrir jólin
Nú er einfalt að baka sínar eigin súkkulaðibitakökur fyrir jólin

Súkkulaðibitakökur eru nýjung í smákökudeiginu frá Frón. Í mörg horn er að líta fyrir jólin og það getur því verið handhægt að grípa í tilbúið jólasmákökudeig.

Auk súkkulaðibitadeigsins eru þrjár aðrar gerðir í boði, sem eru ekki síður jólalegar eða kókostoppar, piparkökur og súkkulaðidropar.

Smákökudeigið frá Frón kemur í stuttu lengjum, sem þú skerð einfaldlega niður. Eftir aðeins 10 til 12 mínútna bakstur færðu nýbakaðar og ilmandi jólasmákökur. Ekkert fer til spillis. Þú nýtir deigið til fulls.

Þá er jólakökusmádeigið upplagt ráð, ef þig langar að drýgja aðeins heimbökuðu smákökurnar eða fjölga sortunum fyrir jólin.


Deila |