Jólasmákökurnar frá Frón bíða þín í næstu verslun

Aðventan nálgast og eftirvæntingin eftir öllu því yndislega sem henni fylgir vex. Börnin eru farin að spyrja út í hvað sé nú aftur langt til jóla og gera sér grein fyrir að þessi sérstaki árstími sé á leiðinni.

Fullorðna fólkið fussar kannski og sveiar yfir jólaskrautinu sem farið er að sjást víða í verslunum en margir bíða þó í laumi í ofvæni eftir að mega ná í kassana úr geymslunni og draga upp fallega hluti sem margir hverjir hafa ef til vill fylgt þeim síðan í æsku.

Hugrenningar um aðventuna eru yfirleitt jákvæðar og fylltar einhvers konar eftirvæntingu. Sú er þó ekki alltaf raunin því margir virðast stressast upp við það eitt að heyra á desembermánuð minnst. Það er svo margt sem á að koma í verk á sama tíma og vinna á fullan vinnudag og sinna daglegu amstri.

Gott ráð fyrir þá sem þjást af aðventustressi er að lágmarka álagið. Anda djúpt og muna að góðu minningarnar felast í samverustundunum en ekki hve margar sortir hafi verið bakaðar eða hversu hreinir eldhússkáparnir hafi verið.

Frón smákökurnar eru fullkomnar til að gera hvaða stund sem er jólalega án umstangs. Jólasmákökurnar frá Frón hafa notið mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu, enda bæði fallegar og ljúffengar.

Vanilluhringir, súkkulaðibitakökur, mömmukossar og loftkökur frá Frón bíða þín nú í næstu verslun.

Kauptu jólasmákökur frá Frón til að njóta með fjölskyldu og vinum og skapaðu þannig tíma fyrir gæðastundir við kertaljós á aðventunni.

Deila |